Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þrjú bakarí virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Í nóvember var könnuninni fylgt eftir og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim 16 bakaríum sem gert hafði verið athugasemd við. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 13 bakarí höfðu farið eftir fyrirmælum frá Neytendastofu og lagfært verðmerkingar hjá sér.
Verðmerkingum var enn ábótavant hjá þremur bakaríum, en það voru Bæjarbakarí, Okkar Bakarí og Björnsbakarí Austurströnd. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli þessi bakarí viðurlögum fyrir að virða að vettugi fyrirmæli Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.
Neytendastofa gerði síðast könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum árið 2010 og sýnir niðurstaða úr þessari könnun að nauðsynlegt er að halda virku og reglulegu eftirliti með verðmerkingum.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.
Mynd: úr safni
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






