Íslandsmót barþjóna
Þetta eru staðirnir sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend | Sendu okkur þína uppskrift eða kokteilseðil
Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend byrjar á fimmtudaginn 13. febrúar og stendur yfir til sunnudagsins 16. febrúar 2014, en það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á hátíðinni í samstarfi við vínbirgja, veitingastaði í Reykjavík og Fréttablaðið.
Hátíðin verður með því sniði að veitingastaðir munu vera með sérstakan kokteilseðil með völdum drykkjum og einum óáfengum drykk á tilboðsverði fimmtudag, föstudag og laugardag. Drykkirnir munu endurspegla áherslur og hugmyndasköpun veitingastaðana í kokteilgerð. Jafnframt munu erlendir aðilar á vegum vínbirgja koma á staðina og kynna vörur sínar ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra fyrir almenning jafnt og fagfólk.
Reykjavík Cocktail Weekend endar með pomp og prakt á sunnudaginn 16. febrúar með Íslandsmóti og Vinnustaðamóti barþjóna.
Hér að neðan er hægt að sjá hvaða staðir taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend:
Sendu okkur uppskrift eða kokteilseðilinn
Hvetjum alla staði að senda okkur sína uppskrift af völdum drykkjum, kokteilseðilinn sem í boði verður, til birtingar hér á veitingageirinn.is þér að kostnaðarlausu. Hægt er að senda á netfangið [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?