Nemendur & nemakeppni
Þetta er skylduáhorf hjá nemendum í veitingageiranum | Þessi sigruðu nemakeppnina í Danmörku
Á ári hverju skipuleggur HORESTA í Danmörk keppni fyrir matreiðslu-, og framreiðslunema, nemendur hjá veisluþjónustum, smurbrauði og fór keppnin fram í Bella Center í Kaupmannahöfn nú á dögunum.
Hjá matreiðslunemum tóku 10 skólar þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari og þurfti hvert lið að fara í skriflegt próf og elda þriggja rétta kvöldverð (forrétt, aðalrétt og eftirrétt) og höfðu liðin rúmlega sex klukkustundir til að elda fyrir tíu manns.
Hjá framreiðslunemum tóku 5 skólar þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Nemendur fóru í skriflegt próf, lögðu á borð, skýring á vali vína á matseðlum, kokteila, afgreiða frá ostvagni og fyrirskurð við borð gesta.
Hjá veisluþjónustu nemum tóku 6 lið þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Hvert lið tók þátt í skriflegu prófi, eldaði aðalrétt bæði fisk og kjöt á fati fyrir sjö manns.
Hjá smurbruðsnemum tóku 3 lið þátt og í hverju liði voru tveir nemendur og einn þjálfari. Liðin þurftu að taka skriflegt próf, elda þrjá rétti sem hluti af hlaðborði sem var fyrir 10 manns og gera 6 lúxus samlokur.
Úrslit urðu:
Matreiðslunemar
Emil Skovsgaard Bjerg, Søllerød Kro og Hotel- og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn
Patrick Bach Andersen, Søllerød Kro og Hotel- og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn
Framreiðslunemar
Tobias Andersen, Dyvig Badehotel og Teknisk Skole Silkeborg
Christian Neve, Sallingsund Færgekro og Teknisk Skole Silkeborg
Smurbrauð
Kathrine Lundh fra Told og Snaps, elev på Hotel- og Restaurant Skolen i København
Louise Sylvester Mathiasen fra Hotel Nyborg Strand, elev på Hotel- og Restaurant Skolen i København
Nemar hjá veisluþjónustum
Kammille Mariah Larsen fra Dansani, elev på EUC Syd
Louise Christiansen fra Café Alsion, elev på EUC Syd
Eftirfarandi myndbönd er frá keppninni:
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






