Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti framreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram á morgun laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Fimm keppendur voru skráðir til leiks hjá framreiðslunemunum, en tveir hafa tilkynnt veikindi og eru þá einungis þrír sem keppa á morgun.
Þau þrjú sem keppa á morgun í framreiðslu eru:
- Alfreð Ingvar Gústafsson, framreiðslunemi á Fellini
- Ólöf Rún Sigurðardóttir, framreiðslunemi á Radisson Blu
- Ólöf Vala Ólafsdóttir, framreiðslunemi á VoX
Í framreiðslu verður keppt í borðskreytingu, framreiðslu, blöndun drykkja, flamberingu og sérvettubrotum. Framreiðslunemarnir byrja á sama tíma og matreiðslunemarnir, þ.e. klukkan 08:30 í fyrramálið laugardaginn 28. september og byrja á því að keppa í blöndun drykkja, flambera, setja upp borð og borðskreytingu og framreiða síðan 3ja rétta máltíð frá kl. 12:30. Það eru fjórir gestir sem sitja til borðs. Fimmti rétturinn fer í smakk og sjötti fer í útstillingu.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






