Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti framreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram á morgun laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Fimm keppendur voru skráðir til leiks hjá framreiðslunemunum, en tveir hafa tilkynnt veikindi og eru þá einungis þrír sem keppa á morgun.
Þau þrjú sem keppa á morgun í framreiðslu eru:
- Alfreð Ingvar Gústafsson, framreiðslunemi á Fellini
- Ólöf Rún Sigurðardóttir, framreiðslunemi á Radisson Blu
- Ólöf Vala Ólafsdóttir, framreiðslunemi á VoX
Í framreiðslu verður keppt í borðskreytingu, framreiðslu, blöndun drykkja, flamberingu og sérvettubrotum. Framreiðslunemarnir byrja á sama tíma og matreiðslunemarnir, þ.e. klukkan 08:30 í fyrramálið laugardaginn 28. september og byrja á því að keppa í blöndun drykkja, flambera, setja upp borð og borðskreytingu og framreiða síðan 3ja rétta máltíð frá kl. 12:30. Það eru fjórir gestir sem sitja til borðs. Fimmti rétturinn fer í smakk og sjötti fer í útstillingu.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






