Keppni
Þessi keppa til úrslita í Íslandsmóti framreiðslunema 2013
Nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu fer fram á morgun laugardaginn 28. september í Hótel- og matvælaskólanum. Fimm keppendur voru skráðir til leiks hjá framreiðslunemunum, en tveir hafa tilkynnt veikindi og eru þá einungis þrír sem keppa á morgun.
Þau þrjú sem keppa á morgun í framreiðslu eru:
- Alfreð Ingvar Gústafsson, framreiðslunemi á Fellini
- Ólöf Rún Sigurðardóttir, framreiðslunemi á Radisson Blu
- Ólöf Vala Ólafsdóttir, framreiðslunemi á VoX
Í framreiðslu verður keppt í borðskreytingu, framreiðslu, blöndun drykkja, flamberingu og sérvettubrotum. Framreiðslunemarnir byrja á sama tíma og matreiðslunemarnir, þ.e. klukkan 08:30 í fyrramálið laugardaginn 28. september og byrja á því að keppa í blöndun drykkja, flambera, setja upp borð og borðskreytingu og framreiða síðan 3ja rétta máltíð frá kl. 12:30. Það eru fjórir gestir sem sitja til borðs. Fimmti rétturinn fer í smakk og sjötti fer í útstillingu.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






