Sverrir Halldórsson
Tapasbarinn 13 ára – Þetta var alveg heljarinnar matarferð
Þann 21. og 22. október síðastliðinn héldu þeir Tapasmenn upp á 13 ára afmæli staðarins, með því að bjóða upp á 10 vinsælustu tapasrétti staðarins í gegnum tíðina á 590 kr. stykkið.
Ég mætti þann 22. október klukkan 17:00 og fékk með herkjum borð við innganginn en það var það eina sem laust var klukkan 17:00, þeir áttu nokkur laus borð klukkan 21:30 og nennti ég ekki að bíða það, heldur tók borðið við innganginn og er upp var staðið var ég mjög sáttur að hafa setið þar, því maður gat fylgst vel með hvernig þau unnu verkið.
Við innganginn er starfsmaður sem tekur á móti fólki og biður um nafn og sendir svo þjón með þau á borðið sem hefur verið tekið frá fyrir þau og afhendir þeim matseðla og býður drykkjarpöntun.
Ég ákvað að smakka þessa 10 vinsælustu og kemur hér lýsing á þeirri upplifun:
Mér finnst lamb og lakkrís alveg dúndurblanda.
Frábær eldun á bleikjunni og paprikusalsað hæfilega sterkt.
Stór og þykkur fiskur og bragaðist undursamlega vel og kartöflumaukið féll vel að fiskinum.
Sáraeinfaldur en sjúklega góður.
Bragðgóður réttur en kjúklingurinn var óeðlilega meyr.
Þessi skinka er löguð á staðnum og þvílíkt sælgæti sem hún er.
Lúnamjúkt kjötið, safaríkt og sósan passar vel við.
Skemmtileg tilbreyting og bara þrælgott.
Þessi réttur klikkar bara ekki.
Flott steiking, meyrt og safaríkt, geggjað.
Mjög bragðgott og flottur endir á dúndurmáltíð.
Þetta var alveg heljarinnar matarferð um spænska matreiðslu og ekki var að finna feil á henni, þjónustan alveg frábær, það liggur við að maður segi þarna eiga þjónanemar að fara í viku og læra að þjóna í traffík.
Ég gekk sæll og ánægður út í haustkulda raunveruleikans og fór að huga að næsta máli.
![]()
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar

















