Sverrir Halldórsson
Svakalegur veitingastaður að opna í London | Þrír milljarðar í framkvæmdir
Það er rússneski veitingamaðurinn Leonid Shutov sem ætlar að opna þennann stað sem kostnaðaráætlun hljóðar upp á 3 milljarða íslenskra króna. Staðurinn á að taka 250 manns í sæti og er opnun áætluð 2015 í West End hverfinu, sem hefur hlotið nafnið Biblioteka og er meiningin að matseðill staðarins verði blanda af rússneskum og enskum réttum.
Nafnið vísar til þess úrvals af vínum sem staðurinn býður uppá en það má nefna að það verða í boði 100 árgangar af víninu Chateau d ´Yquem, einnig verður hægt að panta Krug kampavín aftur til ársins 1915, Bordeaux first cru Chateau Haut-Brion og Chateau Margaux aftur til 1937.
Einnig verður mikið úrval af glösum af víni, svo sem 30 árgangar af Chateau Mouton-Rothschild og jafnmargir af Chateau d´Yquem.
Markmiðið er að satsa á að ná í Michelin stjörnu sem fyrst, en það á eftir að koma í ljós hvort það dugar til að fá stjörnu að vera með rússneska og enska rétti.
Leonid rekur einnig staðinn Bob Bob Richard og þar kostar vínglas af Chateau d´Yquem 7,5 cl 4400 krónur.
Myndir: bobbobricard.com
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








