Ragnar Eiríksson
Stjörnuregn í Kaupmannahöfn: 4 nýjar Michelin stjörnur í borginni
Mikil spenna ríkti eins og vanalega um þetta leiti árs hjá mörgum veitingamanninum en í morgun kom út bæklingurinn Michelin Main cities Europe. Fjölmiðlar, sem margir hverjir telja að Noma eigi einfaldlega heimtingu á sinni þriðju stjörnu, furðuðu sig á því að besti veitingastaður heims smkv. S.Pellegrino listanum skildi ekki fá fullt hús stjarna. Þó að Noma hafi lýst því yfir að þeir búist ekki við, eða hreinlega hafi ekki áhuga á þriðju stjörnunni.
Rasmus Kofoed sem sigraði Bocuse D´or í fyrra, gat tekið gleði sína á ný því Geranium fékk sína fyrstu stjörnu í ár eftir að hafa fengið svokallaða ”Rísandi stjörnu” í fyrra.
Önnur ný stjarna féll á Relæ en þar heldur Christian Puglisi í pottana og hefur staðurinn vakið verðskuldaða athygli fyrir sína nýnorrænu matargerð.
Á óvart kemur að Den Røde Cottage skuli hafa fengið stjörnu en staðurinn er staðsettur í Klampenborg norðan við Kaupmannahöfn. Anita Klemensen yfirkokkur þar er eftir því sem blaðamaður kemst næst fyrsti kvenkyns yfirkokkur til að fá Michelin stjörnu í Danmörku en hún starfaði lengi vel á Søllerød kro.
Grønbech og Churchill opnaði í fyrra og fær sína fyrstu stjörnu í dag, en yfirkokkur og eigandi þess er Rasmus Grønbech en hann barðist lengi við að fá stjörnu þegar hann áttí og rak Premissé þar sem nú er AOC.
AOC, Herman, Kokkeriet, Era Ora, Formel B, Kiin Kiin, Kong Hans Kælder og Søllerød Kro halda allir sínum stjörnum, ein stjarna tapaðist þó í ár þegar Paul Cunningham lokaði staðnum sínum The Paul og flúði burt úr Tivolí.
Stokkhólmur fékk enga nýja stjörnu í ár en orðrómur gekk um að Frantzén/Lindberg fengju sína þriðju í ár en svo varð ekki.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






