Uncategorized @is
Simon Zimmermann frá Noregi hlaut titilinn besti vínþjónn norðurlanda
Meira en 300 þátttakendur horfðu á spennandi úrslit í Norrænu Sommelier Championship sem fór fram sunnudaginn 15. september s.l. á „Gamle Logen“ í Osló. Sjö norrænir vínþjónar voru samankomnir til að berjast um að komast meðal þrjá bestu í úrslit á sviðinu.
Fyrst á svið var hin norska Heidi Iren Hansen sem vinur á VINOTECA, eftir henni kom annar norðmaður Simon Zimmermann frá Lysebu Hotel og sjá þriðji í úrslitum var hin sænski Fredrik Hierner frá MASH. Allir keppendur fóru í gegnum blindsmökkun á meðan gat fullur salur áhorfendum fylgst með réttum svörum á bakgrunni skjásins. Keppendur fengu svo verkefni að umhella rauðvíni fyrir gesti þar sem sviðið var sett upp eins og þú væri að vinna á veitingastað, því næst gekk keppandi að næsta borði og mældi með vínum fyrir gesti sem höfðu pantað sér 5 rétta matseðil. Keppendur fengu líka óvænt verkefni á milli atriða þar sem þau áttu að finna út af myndum sem birtust á skjá þekktar persónur og staði úr vínheiminum.
- Örugglega mamma Simon
- Keppendur ganga inná sviðið
10 drykkir sem smakkaðir voru blint voru:
1. Yamahai Nigori Nama Junmai Sake – Nøgne Ø – Norway
2. First Frontier IPA – Beer – Denmark
3. Carlsberg Pilsner – Beer – Denmark
4. Egge Iseple – Frozen applecider – Norway
5. Magimarja liquor – Finland
6. Blueberry Reykjavik Distillery – liquor – Island
7. Minttu – Peppermint liquor – Finland
8. Arvesølvet – Aquavit – Norway
9. Gotlands Bittar – Bitter – Sweden
10. Mackmyra – Whiskey – Sweden
Aðrir keppendur voru:
Steffen Overgaard Feddersen, Danmörk
Rune Sauer, Danmörk
John Sterner, Svíþjóð
Markku Niemi, Finnland
Ísland sendi ekki inn keppenda að þessu sinni.
- Fredrik Hierner
- Simon Zimmermann
Dómararnir voru ekki af verri endanum, heimsmeistari vínþjóna 2007 svíinn Andreas Larsson, Tim Vollerslev fyrrverandi forseti dönsku vínþjóna samtakana, Markus del Monegro Master of wine og heimsmeistari vínþjóna 1998 og Francesco Azzarone norski kandídatinn fyrir Evrópumót vínþjóna.
Texti; Tolli
Myndir: vínþjónasamtök Noregs/Heini Petersen
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?