Keppni
Sigurður Már frá Strikinu sigraði nemakeppnina
Í gær var haldin nemakeppni milli matreiðslunema á veitingastöðum á Akureyri á sýningunni Matur-inn 2013 og þemað var “Eldað úr firðinum”. Grunnhráefnið var þorskhnakki, rófur, gulrætur, kartöflur, hvítkál, hnúðkál og bjór.
Það var Sigurður Már Harðarson frá Strikinu sem sigraði keppnina og að launum fékk hann skurðarbretti, hníf og gjafakörfu frá Kjarnafæði. Þar að auki fengu allir keppendur gistingu og jólahlaðborð fyrir tvo á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.
Glæsileg keppni og upprennandi matreiðslumenn hér á ferð, en þeir sem kepptu voru:
- Sigurður Már Harðarson – Strikið
- Sara Þorgilsdóttir – Bautinn
- Arnar Ingi Magnússon – Greifinn
- Einar Gauti Helgason – Bautinn
- Hermann Guðmundsson – Hótel KEA
- Jónas Jóhannsson – Rub 23
Það var Klúbbur Matreiðslumeistara Norðurlands sem á allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á keppnunum sem haldnar voru á sýningunni Matur-inn 2013, en þær voru súpukeppni, Dömulegi eftirrétturinn og nemakeppnina.

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati