Keppni
Sigurður Már frá Strikinu sigraði nemakeppnina
Í gær var haldin nemakeppni milli matreiðslunema á veitingastöðum á Akureyri á sýningunni Matur-inn 2013 og þemað var “Eldað úr firðinum”. Grunnhráefnið var þorskhnakki, rófur, gulrætur, kartöflur, hvítkál, hnúðkál og bjór.
Það var Sigurður Már Harðarson frá Strikinu sem sigraði keppnina og að launum fékk hann skurðarbretti, hníf og gjafakörfu frá Kjarnafæði. Þar að auki fengu allir keppendur gistingu og jólahlaðborð fyrir tvo á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.
Glæsileg keppni og upprennandi matreiðslumenn hér á ferð, en þeir sem kepptu voru:
- Sigurður Már Harðarson – Strikið
- Sara Þorgilsdóttir – Bautinn
- Arnar Ingi Magnússon – Greifinn
- Einar Gauti Helgason – Bautinn
- Hermann Guðmundsson – Hótel KEA
- Jónas Jóhannsson – Rub 23
Það var Klúbbur Matreiðslumeistara Norðurlands sem á allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á keppnunum sem haldnar voru á sýningunni Matur-inn 2013, en þær voru súpukeppni, Dömulegi eftirrétturinn og nemakeppnina.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins







































