Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ship O Hoj lokað í Borgarnesi
Búið er að ákveða að loka næstkomandi föstudag fisk- og kjötréttaversluninni Ship O Hoj, sem opnuð var fyrr á þessu ári við Brúartorg í Borgarnesi. Um ástæðu lokunarinnar segir Gunnar Örlygsson eigandi að veltan hafi því miður ekki verið nógu mikil til að standa undir rekstrarkostnaði, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is í dag.
Þau hafi opnað aðra Ship O Hoj verslun í Keflavík og þar sé veltan sjö sinnum meiri en hún hefur verið undanfarnar vikur í Borgarnesi.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina í Borgarnesi fyrir samfylgdina og traustið. Við vonum að sama skapi að önnur og stærri verslun á svæðinu taki upp þessa þjónustu að bjóða Borgfirðingum upp á kjöt- og fiskborð. Það er mikilvægt að þjónusta af þessu tagi sé í boði
, segir Gunnar Örlygsson að lokum við Skessuhorn.is.
Mynd: af facebook síðu Ship O Hoj.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






