Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ship O Hoj lokað í Borgarnesi
Búið er að ákveða að loka næstkomandi föstudag fisk- og kjötréttaversluninni Ship O Hoj, sem opnuð var fyrr á þessu ári við Brúartorg í Borgarnesi. Um ástæðu lokunarinnar segir Gunnar Örlygsson eigandi að veltan hafi því miður ekki verið nógu mikil til að standa undir rekstrarkostnaði, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is í dag.
Þau hafi opnað aðra Ship O Hoj verslun í Keflavík og þar sé veltan sjö sinnum meiri en hún hefur verið undanfarnar vikur í Borgarnesi.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina í Borgarnesi fyrir samfylgdina og traustið. Við vonum að sama skapi að önnur og stærri verslun á svæðinu taki upp þessa þjónustu að bjóða Borgfirðingum upp á kjöt- og fiskborð. Það er mikilvægt að þjónusta af þessu tagi sé í boði
, segir Gunnar Örlygsson að lokum við Skessuhorn.is.
Mynd: af facebook síðu Ship O Hoj.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?