Smári Valtýr Sæbjörnsson
Samningur milli Sandgerðisbæjar og Skólamatar undirritaður

Á myndinni við undirritun samningsins eru f.h. Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri grunnskóla Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Axel Jónsson stjórnarformaður Skólamatar, Fanný Axelsdóttir starfsmannastjóri Skólamatar, Anne Lise Jensen forstöðukona Miðhúsa ásamt syni hennar Kristófer Emil Kárasyni og Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar.
Í vikunni var undirritaður samningur milli Sandgerðisbæjar og Skólamatar ehf. um rekstur mötuneytis fyrir nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði og fyrir aldraða í félagsmiðstöðinni Miðhúsum. Skólamatur tekur við rekstri mötuneytis skólans síðar í ágúst en hefur frá því í júlí annast hádegismat í Miðhúsum. Að sögn Anne Lise Jensen forstöðukonu Miðhúsa er almenn ánægja með matinn meðal þeirra sem snæða hádegismat þar.
Við undirritun samningsins lýsti Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri yfir ánægju með samninginn og kvaðst fullviss um að Skólamatur myndi standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þjónustu, gæða og fjölbreytni máltíða.
„Við hlökkum mjög til samstarfs við Sandgerðinga“
…sagði Axel Jónsson matreiðslumeistari og stjórnarformaður Skólamatar og bætti við að mikil tilhlökkun væri innan fyrirtækisins að takast á við þetta verkefni hér í Sandgerði.
Í samningnum er kveðið á um að matseðlar skuli uppfylla kröfur landlæknisembættisins um samsetningu skólamáltíða og samsetningu máltíða fyrir aldraða. Matseðlar Skólamatar eru samdir af fjölbreyttum hópi fólks og næringarfræðingur yfirfer matseðlana með tilliti til næringar og hollustu.
Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en áratug af Sandgerðingnum Axel Jónssyni veitingamanni. Skólamatur þjónar nú um 30 grunnskólum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu auk þess sem þeir þjónusta önnur mötuneyti fyrir sveitarfélög og stofnanir.
Undanfarin ár hefur Söluvitinn ehf. séð um mat fyrir grunnskólann og Miðhús. Stefáni Sigurðarsyni matreiðslumanni og starfsfólki Söluvitans eru færðar þakkir fyrir samstarfið, að því er fram kemur á vef Sandgerðisbæjar.
Mynd: sandgerdi.is
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





