Sverrir Halldórsson
Ryan Giggs og Gary Neville stofna fyrirtæki um rekstur hótela og veitingastaða
Fyrirtækið heitir „GG Hospitality“. Fyrirtækið ráðgerir að opna fyrsta veitingastaðinn undir nafninu „Café Football“ og mun hann vera til húsa í Westfield Stratford, verslunamiðstöðinni í London og opna í nóvember næstkomandi.
Yfirmatreiðslumaður hefur verið ráðinn og heitir hann Michael Wignall á 2 Michelin stjörnu staðnum Latymer, Pennyhill í Surrey, en hann mun áfram stjórna staðnum samhliða nýja starfinu.
Einnig ætlar fyrirtækið að opna á næsta ári hótel með 139 herbergjunum í Manchester við Old Trafford, undir nafninu „Hotel Football Manchester“ og geta United aðdáendur hlakkað til þessa hótels því þá er bara 3. mínútna gangur á völlinn.
Fyrirtækið hefur þegar hafið samningaviðræður um yfirtöku eða leigu á hótelum til að bæta við í keðjuna.
Þeir félagar ættu að þekkja hvað gott hótel þarf að bera, eftir alla þá dvöl á hótelum víðs vegar um heiminn vegna starfs síns.
Vonandi gengur þetta vel hjá þeim félögum.
Bent skal á að Rio Ferdinand rekur veitingastaðinn Rosso í Manchester.
Myndir: fengnar af netinu
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





