Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Rizzo pizza lokar og nýr veitingastaður Primo opnar á sama stað í nóvember
Rizzo pizza á Grensásvegi var lokað á miðvikudaginn síðastliðinn og hófust niðurrif og framkvæmdir strax, en stefnt er að opna nýjan veitingastað sem hefur fengið nafnið Primo. Eigandi af Primo er Haukur Víðisson matreiðslumeistari og kemur Leifur Welding til með að hafa yfirumsjón með breytingum.
Primo verður nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur og er staðurinn hugsaður sem mjög óformlegur ( casual ) og í ódýrari kantinum og tekur um 80 manns í sæti.
Léttvín á vægu verði og maturinn að ítölskum hætti, eldhús með spennandi ítölskum réttum jafnt sem ítalskar eldbakaðar sælkerapizzur, en áætlað er að opna staðinn í byrjun nóvember.
Ég er á leiðinni til Rómar með yfirmatreiðslumanni staðarins til að skoða skemmtilega veitingastaði þar
, sagði Haukur hress í samtali við veitingageirinn.is, en yfirmatreiðslumaður Primo er Kristinn Snær Steingrímsson.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar15 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra








