Sverrir Halldórsson
Rib-eye steik, franskar kartöflur og Bearnaise sósa á Holtinu
Þeir á Holtinu buðu vefklúbbsfélögum tilboð sem ekki var hægt að neita, en boðið var upp á fimmtudags – föstudags- og laugardagshádegi og eins og áður segir rib-eye steik með tvísteiktum frönskum kartöflum og Bearnaise sósu.
Ég mætti á svæðið til að njóta og það gerði ég svo sannarlega, ég byrjaði á að fá mér Graflax Holtsins eins frá 1966 með hunangsinnepssósu og ristuðu brauði og þvílík dásemd.
Þegar þjónninn kom með kókið þá kom hann með flöskuna á bakka og opnaði hana fyrir framan mig og hellti fagmannlega í glasið, það er svo smáatriði sem skilja þá bestu frá ekki bestu.
Svo kom steikin og var hún alveg guðdómleg, kartöflurnar æðislegar og sósan ekta Bearnaise en ekki Foyot eins og flestir bera fram sem Bearnaissósu, en nafnbreytingin á sér stað þegar kjötkrafti er bætt út í Bearnaise sósuna.
Ég bara spyr hvenær kemur Michelin stjarnan?
Hlakka til næsta tilboðs í vefklúbbnum.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir

















