Sverrir Halldórsson
Rib-eye steik, franskar kartöflur og Bearnaise sósa á Holtinu
Þeir á Holtinu buðu vefklúbbsfélögum tilboð sem ekki var hægt að neita, en boðið var upp á fimmtudags – föstudags- og laugardagshádegi og eins og áður segir rib-eye steik með tvísteiktum frönskum kartöflum og Bearnaise sósu.
Ég mætti á svæðið til að njóta og það gerði ég svo sannarlega, ég byrjaði á að fá mér Graflax Holtsins eins frá 1966 með hunangsinnepssósu og ristuðu brauði og þvílík dásemd.
Þegar þjónninn kom með kókið þá kom hann með flöskuna á bakka og opnaði hana fyrir framan mig og hellti fagmannlega í glasið, það er svo smáatriði sem skilja þá bestu frá ekki bestu.
Svo kom steikin og var hún alveg guðdómleg, kartöflurnar æðislegar og sósan ekta Bearnaise en ekki Foyot eins og flestir bera fram sem Bearnaissósu, en nafnbreytingin á sér stað þegar kjötkrafti er bætt út í Bearnaise sósuna.
Ég bara spyr hvenær kemur Michelin stjarnan?
Hlakka til næsta tilboðs í vefklúbbnum.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini

















