Sverrir Halldórsson
Pylsusala gefur vel af sér
Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi var rekinn með 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.
Pylsuvagninn var einnig rekinn með hagnaði árið 2011 en þá skilaði reksturinn 8,2 milljónum í hagnað. Samkvæmt ársreikningi ársins 2012 var ákveðið að greiða 5,5 milljónir út í arð vegna rekstrarársins 2011. Það er Ingunn Guðmundsdóttir sem er eigandi Pylsuvagnsins en hún tók við vagninum sumarið 1984 en þá stóð vagninn örlítið nær Ölfusá en nú er.
Eignir félagsins nema samtals 35 milljónum króna, þar af eru bankainnstæður um 17 milljónir og er pylsuvagninn sjálfur metinn á um 13 milljónir. Eigið fé félagsins nemur alls um 27,3 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






