Sverrir Halldórsson
Ófituhreinsaðar kótilettur og hjartahnoð á staðnum
Kótilettufélag togarajaxla á síðutogaranum Hafliða SI með hressilega auglýsingu um herrakvöld í blaði Fiskifrétta. Innan Hafliðafélagsins er starfandi „Kótilettufélag togarajaxla“. Félagið gengst fyrir herrakvöldi í Turninum í Kópavogi, fimmtudaginn 5. desember. Atburðurinn er auglýstur á skemmtilegan hátt.
Í auglýsingunni segir að boðið verði upp á lúbarðar eðalkótilettur í raspi, algjörlega ófiturhreinsaðar og tilbúnar til neyslu.
Borðhaldið hefst stundvíslega klukkan 18:00 á glasi og „ekkert helvítis kjaftæði!“ segir í auglýsingunni. Í glasinu verður þó ekkert sterkara en appelsín og malt og því er mönnum bent á að óhætt sé að koma á bílum og hjólum. Tekið er líka fram að sjúkrabíll og hjartahnoð séu á staðnum.
Í Hafliðafélaginu er gamlir sjóarar sem voru á síðutogaranum Hafliða SI frá Siglufirði. Félagið heldur úti síðunni www.si2.is
Myndir: Aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri






