Sverrir Halldórsson
Ófituhreinsaðar kótilettur og hjartahnoð á staðnum
Kótilettufélag togarajaxla á síðutogaranum Hafliða SI með hressilega auglýsingu um herrakvöld í blaði Fiskifrétta. Innan Hafliðafélagsins er starfandi „Kótilettufélag togarajaxla“. Félagið gengst fyrir herrakvöldi í Turninum í Kópavogi, fimmtudaginn 5. desember. Atburðurinn er auglýstur á skemmtilegan hátt.
Í auglýsingunni segir að boðið verði upp á lúbarðar eðalkótilettur í raspi, algjörlega ófiturhreinsaðar og tilbúnar til neyslu.
Borðhaldið hefst stundvíslega klukkan 18:00 á glasi og „ekkert helvítis kjaftæði!“ segir í auglýsingunni. Í glasinu verður þó ekkert sterkara en appelsín og malt og því er mönnum bent á að óhætt sé að koma á bílum og hjólum. Tekið er líka fram að sjúkrabíll og hjartahnoð séu á staðnum.
Í Hafliðafélaginu er gamlir sjóarar sem voru á síðutogaranum Hafliða SI frá Siglufirði. Félagið heldur úti síðunni www.si2.is
Myndir: Aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






