Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús á Grandanum, Café Retro
Nýtt Ítalskt kaffihús hefur verið opnað á Grandagarði 14 á jarðhæð í gamla slysavarnarhúsinu. Kaffihúsið ber nafnið Cafe Retro og var áður til húsa í Hamraborginni í Kópavogi. Eigendur eru Magnús Magnússon og Sandra Guðmundsdóttir sem eru einnig umboðsmenn Cafe BONOMI á Islandi.
BONOMI er þekkt hágæða ítalskt kaffi sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu s.l 130 ár. Bonomi er stærst á allri Ítalíu í innflutningi á óbrennsum baunum og selur til margra þekktra kaffiframleiðanda á Italíu. Cafe Retro selur Bonomi kaffibaunirnar á staðnum og einnig er malað fyrir þá sem vilja.
Fjölmargt er í boði, kökur, belgískar vöffur, smurt ítalskt brauð og vefjur og margt fleira og allt er framleitt á staðnum. Sjávarréttasúpa er á matseðlinum, súpa dagsins og nýbökuð brauð er í boði alla daga.
Mynd: af facebook síðu Café Retro
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





