Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús á Grandanum, Café Retro
Nýtt Ítalskt kaffihús hefur verið opnað á Grandagarði 14 á jarðhæð í gamla slysavarnarhúsinu. Kaffihúsið ber nafnið Cafe Retro og var áður til húsa í Hamraborginni í Kópavogi. Eigendur eru Magnús Magnússon og Sandra Guðmundsdóttir sem eru einnig umboðsmenn Cafe BONOMI á Islandi.
BONOMI er þekkt hágæða ítalskt kaffi sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu s.l 130 ár. Bonomi er stærst á allri Ítalíu í innflutningi á óbrennsum baunum og selur til margra þekktra kaffiframleiðanda á Italíu. Cafe Retro selur Bonomi kaffibaunirnar á staðnum og einnig er malað fyrir þá sem vilja.
Fjölmargt er í boði, kökur, belgískar vöffur, smurt ítalskt brauð og vefjur og margt fleira og allt er framleitt á staðnum. Sjávarréttasúpa er á matseðlinum, súpa dagsins og nýbökuð brauð er í boði alla daga.
Mynd: af facebook síðu Café Retro
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





