Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á Grandagarði
Nýr veitingastaður opnar nú í ágúst í gömlu verbúðunum á Grandagarði 23 sem kemur til með að heita The Coocoo´s Nest. Eigendur eru þau Íris Ann Sigurðardóttir og maðurinn hennar, bandaríkjamaðurinn Lucas Keller en hann vann meðal annars á tveggja stjörnu Michelin staðnum Joia í Mílanó.
- Mmm.. girnilegar eru þær
- Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller
- Gömlu verbúðirnar á Grandagörðum
- Grandagarður 23
- Lucas Keller starfaði hjá La Primavera þegar það var og hét
- Nágranni Nest er ísbúðin Valdís
- Grandagarður 23
- Íris er menntaður ljósmyndari
Þar sem Lucas er frá Kaliforníu með góða reynslu á Ítölskum mat þá verða straumar og stefna hjá Nest í matargerð frá Kaliforníu og Ítalíu. Á daginn verður boðið upp á súpur, salat og girnilegar samlokur með heimabökuðu brauði og síðar um daginn er hægt að fá sér ítalska smárétti. Á laugar-, og sunnudögum verður hægt að fara í dögurð (brunch) frá kukkan 11:00 til 16:00. Á kvöldin verða einkasamkvæmi þar sem hópar geta pantað sér veislur og upplifað ekta ítalskan mat að hætti fjölskyldunnar.
Myndir: af facebook síðu Coocoo’s Nest og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu













