Veitingarýni
Nýr staður Le Bistro | „Ég skellti mér í brunch hjá þeim…“
Hann er staðsettur á Laugaveginum, þar sem áður var Frú Berglaug, staðurinn er franskt bistro og eru eigendurnir franskættaðir en búsettir á Íslandi. Ég skellti mér í brunch hjá þeim og hefði sennilega átt að taka franska brunchinn en valdi þann enska því mér langaði eiginlega meira í hann þennan dag.
Mér var vísað til sætis og boðinn matseðill og ef ég vildi panta drykk og bað ég um light bensin á kantinn og áðurnefndan brunch.
Stuttu seinna kemur karfa með ristuðu baquette, smjör og sulta, einnig kom glas af blönduðum ávaxtasafa, svakalega var það gott.
Svo kom aðaldiskurinn en á honum var beikon, hrærð egg, kartöflur, steiktur tómatur, steiktir sveppir, morgunverðarpylsur og bakaðar baunir, þetta leit mjög girnilega út og ekki síðar á bragðið.
Meira segja starfsstúlkurnar voru klæddar eins og maður ætti von á í latínu hverfinu í París.
Þetta var góð heimsókn á þennan stað og á ég eflaust eftir að detta þar inn oftar.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles













