Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr og spennandi veitingastaður í Ráðhúsinu

Hjónin Laufar Sigurður Ómarsson og Ásthildur Sigurgeirsdóttir hafa tekið við veitingarekstri í Ráðhúsinu og eru óðum að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Þau ráku áður veitingahúsið Við Tjörnina í Templarasundi.
Hjónin Laufar Sigurður Ómarsson og Ásthildur Sigurgeirsdóttir hafa tekið við veitingarekstri í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður ráku þau hið rómaða veitingahús Við Tjörnina. Að sögn Laufars ætla þau að stórauka þjónustu við starfsmenn Reykjavíkurborgar og gesti Ráðhússins en það er einn fjölsóttasti ferðamannastaður borgarinnar.
Þau taka einnig yfir rekstur mötuneytis fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og hyggjast reka það að mestu með óbreyttu sniði.
Nýja veitingahúsið opnar 1. febrúar n.k. og mun að öllum líkindum heita Tjörnin. Það mun verða rekið í húsnæðinu sem snýr út að Tjörninni en þar er mikil nálægð við fuglalíf og vatnið.
Staðurinn býður upp á alveg ótrúlega fallegt útsýni yfir Tjörnina. Það að geta setið alveg við Tjörnina, notið góðra veitinga og fylgst með fuglunum og litbrigðunum í vatninu er alveg ómetanlegt
, segir Laufar.
Á veitingastaðnum verður hægt að fá léttan hádegisverð, samlokur, kaffi og aðra drykki yfir daginn en á kvöldin verður þar rekinn fullgildur veitingastaður með matseðli.
Þá hyggjast þau vera með sértilboð fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar sem ekki eru í Ráðhúsinu og brydda upp á ýmsum nýjungum sem starfsmenn Ráðhússins og nærliggjandi stofnana Reykjavíkurborgar geta nýtt sér.
Ráðhúsið verður því opið upp á gátt til miðnættis flesta daga sem er hluti af þeirri áætlun að gera það líflegra og skemmtilegra heim að sækja.
Mynd: Reykjavik.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu





