Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýja ísbúðin Valdís slær í gegn | …algert fíaskó, alger sökksess
Traffíkin hefur aukist jafnt og þétt og bara minnkar aldrei. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig veðrið er. Það hefur jú oft verið sagt að sól auki sölu á ís en hjá okkur hafa nýjungar greinilega fallið í kramið hjá landanum
, segir nýjasti ískóngurinn á Íslandi, Keflvíkingurinn Gylfi Valdimarsson en hann opnaði ísbúðina Valdísi úti á Granda í Reykjavík í maí síðastliðnum. Gylfi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Glóðinni í Keflavík hér á árum áður.
Gylfi segir að í Valdísi sé allur ís gerður frá grunni á staðnum, engar blöndur komi frá öðrum framleiðendum.
Það er allt betra ef þú sérð hlutina gerða á staðnum. Við gerum vöffluformin hér á staðnum og það er yndislegt að finna lyktina af þeim. En það er auðvitað fleira. Við erum í skemmtilegu húsnæði hér úti á Granda, tónlistin og jafnvel bílastæðin heilla en auðvitað í fúlustu alvöru gerði ég ekki ráð fyrir svona viðbrögðum. Þetta er búið að vera algert fíaskó, alger „sökksess
, segir nýi ísmaðurinn.
Ítarlegt viðtal við Gylfa er hægt að lesa í vefútgáfu Víkurfrétta með því að smella hér.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






