Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur Fjöruborðsins á Stokkseyri
Á morgun 1. febrúar verða breytingar á rekstri Fjöruborðsins á Stokkseyri, en félagið Humar & Skel ehf. hefur keypt reksturinn af Flóð & Fjöru ehf sem hefur verið í eigu Róberts Ólafssonar matreiðslumeistara undanfarin 8 ár.
Humar & Skel er í eigu þeirra Péturs Viðars Kristjánssonar sem starfað hefur á Fjöruborðinu undanfarin 9 ár, bæði sem vaktstjóri í sal, eldhúsi og nú síðast sem rekstrarstjóri veitingastaðarins og Eiríks Þórs Eiríkssonar matreiðslumanns sem verið hefur yfirmatreiðslumaður staðarins undanfarin 5 ár.
Rekstur Fjöruborðsins hefur gengið vel síðustu ár og gestir staðarins hefur verið yfir 40.000 í mörg ár í röð. Ég óska þeim góðs gengis og hvet alla til að vera áfram dugleg að heimsækja þá, enda einstakir fagmenn á ferð sem ég hef verið svo lánsamur að vinna með undanfarin ár
, segir Róbert Ólafsson.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






