Kristinn Frímann Jakobsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi
Febrúar fundur KM. Norðurland fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Matvælabraut 11. febrúar. Er þetta fjórða skipti sem við höldum febrúar fund í VMA og hefur þetta alltaf reynst vel og gaman fyrir okkur að koma í skólann og fyrir krakkana að elda og þjóna fyrir okkur.
Boðið var uppá 3ja rétta veislu frá nemendum undir góðri leiðsögn kennara. Matseðill kvöldsins var Crostini þrenna með salati í forrétt, í aðrétt var hægeldaður lax með hazelback kartöflu ásamt smjörsósu og að lokum var eftirrétturinn í boði Garra , þar sem gestir kvöldsins Viggó og Árni, fengu aðeins að leika sér í eldhúsinu með nemendunum.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað undir stjórn Magnúsar og Guðbjartar og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við nemendum og kennurum matvælabrautar kærlega fyrir glæsilegt kvöld.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille













































