Kristinn Frímann Jakobsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi
Febrúar fundur KM. Norðurland fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri á Matvælabraut 11. febrúar. Er þetta fjórða skipti sem við höldum febrúar fund í VMA og hefur þetta alltaf reynst vel og gaman fyrir okkur að koma í skólann og fyrir krakkana að elda og þjóna fyrir okkur.
Boðið var uppá 3ja rétta veislu frá nemendum undir góðri leiðsögn kennara. Matseðill kvöldsins var Crostini þrenna með salati í forrétt, í aðrétt var hægeldaður lax með hazelback kartöflu ásamt smjörsósu og að lokum var eftirrétturinn í boði Garra , þar sem gestir kvöldsins Viggó og Árni, fengu aðeins að leika sér í eldhúsinu með nemendunum.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað undir stjórn Magnúsar og Guðbjartar og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við nemendum og kennurum matvælabrautar kærlega fyrir glæsilegt kvöld.
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar16 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra













































