Smári Valtýr Sæbjörnsson
Málþing KBFÍ 2014: Undirbúningur kominn á fullan skrið
Undirbúningur fyrir árlegt málþing Kaffibarþjónafélags Íslands er komið á skrið. Verður málþingið, sem ber undirtitilinn „Kaffi og aðrar lystisemdir“, haldið í Hörpu báða dagana sem Kaffihátíðin stendur yfir 21. og 22. febrúar nk. Viðburðurinn verður með öðru sniði en fyrri ár, en takmarkaður sætafjöldi verður í boði, að því er fram kemur á vef KBFÍ.
Þegar hafa nokkrir fyrirlesarar verið staðfestir: Ólafur Örn Ólafsson, vínspekúlant með meiru; Eirný Sigurðardóttir, Slow Food frömuður og eigandi sælkeraverslunarinnar Búrið og Omnom Chocolate-teymið verður með fræðslu um súkkulaðigerð. Einnig hafa kaffibarþjónarnir Pálmar Þór Hlöðversson og Tumi Ferrer, sem báðir hafa hlotið titilinn Íslandsmeistari kaffibarþjóna, verið staðfestir.
Málþingið verður hið þriðja á jafnmörgum árum sem KBFÍ stendur fyrir eða tekur þátt í. Fyrsta málþingið, „Hinir ólíku vegir til kaffibollans“ var haldið árið 2012 af Hrönn Snæbjörnsdóttur, þá meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ, en hún hefur einnig bakgrunn sem kaffibarþjónn og meðlimur í stjórn KBFÍ.
Upplýsingar um skráningu og miðaverð liggja fyrir á næstu dögum en nánari upplýsingar er hægt að lesa á vef KBFÍ hér.
Mynd: kaffibarthjonafelag.is
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






