Sverrir Halldórsson
Kvöldstund við Hagatorg | „…Stjórnin byrjaði eiginlega sem húsband í Átthagasal“
Það var föstudagskvöldið 25. október, sem ég smellti mér inn á Hótel Sögu nánar tiltekið á veitingastaðinn Skrúð, þar sem ég ætlaði að smakka á steikarhlaðborðinu sem staðurinn hefur auglýst í tengslum við tónleika í Háskólabíó, sem er líka við Hagatorg.
Fékk ég mér lambalæri með bökuðum sætkartöflum, grilluðu grænmeti á spjóti og bearnaisesósu í aðalrétt en einnig var í boði svo sem naut, súpa, kræklingur.
Þvílík dásemd og mér til mikillar gleði var bearnaise sósan rétt löguð, en hér áður fyrr var sögubearnaisinn með kjötkrafti út í en þá vissu menn ekki að þegar krafti er bætt út í breytist hún í Foyot sósu.
Fékk ég mér svona bland af eftirréttar borðinu og smakkaðist þetta alveg prýðilega.
Þjónustan var með því betra sem ég hef upplifað í áðurnefndum stað og var það glaður maður sem þakkaði fyrir sig og tók kúrsinn út í Háskólabíó en þar skyldi hlýtt á Stjórnina halda upp á 25 ára afmæli. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði Stjórnin eiginlega sem húsband í Átthagasal nú Sunnusal á níunda áratugu síðustu aldar og leysti ekki minni spámenn af en sjálfa Lúdó og Stefán.
Kom ég mér fyrir í sæti mínu og beið þess sem verða vildi og ekki frekar en fyrri daginn kom þetta tónlistarfólk manni ekki á óvart.
Þetta voru þeir albestu tónleikar ég hef verið á og stemmingin sem þau náðu, var alveg mögnuð.
Takk fyrir mig Saga og Stjórnin.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





















