Sverrir Halldórsson
Kvöldstund við Hagatorg | „…Stjórnin byrjaði eiginlega sem húsband í Átthagasal“
Það var föstudagskvöldið 25. október, sem ég smellti mér inn á Hótel Sögu nánar tiltekið á veitingastaðinn Skrúð, þar sem ég ætlaði að smakka á steikarhlaðborðinu sem staðurinn hefur auglýst í tengslum við tónleika í Háskólabíó, sem er líka við Hagatorg.
Fékk ég mér lambalæri með bökuðum sætkartöflum, grilluðu grænmeti á spjóti og bearnaisesósu í aðalrétt en einnig var í boði svo sem naut, súpa, kræklingur.
Þvílík dásemd og mér til mikillar gleði var bearnaise sósan rétt löguð, en hér áður fyrr var sögubearnaisinn með kjötkrafti út í en þá vissu menn ekki að þegar krafti er bætt út í breytist hún í Foyot sósu.
Fékk ég mér svona bland af eftirréttar borðinu og smakkaðist þetta alveg prýðilega.
Þjónustan var með því betra sem ég hef upplifað í áðurnefndum stað og var það glaður maður sem þakkaði fyrir sig og tók kúrsinn út í Háskólabíó en þar skyldi hlýtt á Stjórnina halda upp á 25 ára afmæli. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði Stjórnin eiginlega sem húsband í Átthagasal nú Sunnusal á níunda áratugu síðustu aldar og leysti ekki minni spámenn af en sjálfa Lúdó og Stefán.
Kom ég mér fyrir í sæti mínu og beið þess sem verða vildi og ekki frekar en fyrri daginn kom þetta tónlistarfólk manni ekki á óvart.
Þetta voru þeir albestu tónleikar ég hef verið á og stemmingin sem þau náðu, var alveg mögnuð.
Takk fyrir mig Saga og Stjórnin.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?