Sigurður Már Guðjónsson
Konditorsamband Íslands lét gott af sér leiða
Okkur í Konditorsambandinu langaði að gleðja einhverja sem ættu um sárt að binda yfir jólin. Töldum við að börnin á Barnaspítala Hringsins hefðu gaman af því að skreyta pipakökur í aðdraganda jóla
, sagði Sigurður Már Guðjónsson bakara-, og konditormeistari og formaður Konditorsambands Íslands í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um gærdaginn.
Stjórn sambandsins mætti galvösk í gær á Barnaspítala Hringsins og fengu gríðarlega góðar móttökur hjá starfsfólki spítalans, foreldrunum og að sjálfsögðu hjá börnunum sjálfum.
Var um hreint frábæra stund að ræða þar sem allir skemmtu sér konunglega og leyfðu listagyðjunni að njóta sín, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lukkaðist þessi dagur einsog allra best verður á kosið og má með sanni segja að þarna hafi ríkt sannur jóla andi. Þó margir hafi lagt sitt lóð á vogaskálarnar, þá á Ingibjörg Helga sérstakt hrós skilið fyrir hreint framúrskarandi undirbúning og skipulagningu.
Fjölmörg fyrirtæki lögðu líka sitt af mörkum einsog:
Bernhöftsbakarí gaf piparkökur, Ekran gaf allt efni í heita kakóið, MS gaf mjólk, Emmesís gaf íspinna, Nói Síríus gaf nammi og Ikea gaf börnunum svuntur.Vonum við svo sannarlega að um árvissan atburð verði að ræða.
, sagði Sigurður Már Guðjónsson að lokum.
Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Már og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!