Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Konditorsamband Íslands lét gott af sér leiða

Birting:

þann

Konditorsamband Íslands - Barnaspítali Hringsins

Okkur í Konditorsambandinu langaði að gleðja einhverja sem ættu um sárt að binda yfir jólin. Töldum við að börnin á Barnaspítala Hringsins hefðu gaman af því að skreyta pipakökur í aðdraganda jóla

, sagði Sigurður Már Guðjónsson bakara-, og konditormeistari og formaður Konditorsambands Íslands í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um gærdaginn.

Stjórn sambandsins mætti galvösk í gær á Barnaspítala Hringsins og fengu gríðarlega góðar móttökur hjá starfsfólki spítalans, foreldrunum og að sjálfsögðu hjá börnunum sjálfum.

Var um hreint frábæra stund að ræða þar sem allir skemmtu sér konunglega og leyfðu listagyðjunni að njóta sín, eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Lukkaðist þessi dagur einsog allra best verður á kosið og má með sanni segja að þarna hafi ríkt sannur jóla andi. Þó margir hafi lagt sitt lóð á vogaskálarnar, þá á Ingibjörg Helga sérstakt hrós skilið fyrir hreint framúrskarandi undirbúning og skipulagningu.

Fjölmörg fyrirtæki lögðu líka sitt af mörkum einsog:
Bernhöftsbakarí gaf piparkökur, Ekran gaf allt efni í heita kakóið, MS gaf mjólk, Emmesís gaf íspinna, Nói Síríus gaf nammi og Ikea gaf börnunum svuntur.

Vonum við svo sannarlega að um árvissan atburð verði að ræða.

, sagði Sigurður Már Guðjónsson að lokum.

 

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Már og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið