Sigurður Már Guðjónsson
Konditorsamband Íslands lét gott af sér leiða
Okkur í Konditorsambandinu langaði að gleðja einhverja sem ættu um sárt að binda yfir jólin. Töldum við að börnin á Barnaspítala Hringsins hefðu gaman af því að skreyta pipakökur í aðdraganda jóla
, sagði Sigurður Már Guðjónsson bakara-, og konditormeistari og formaður Konditorsambands Íslands í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um gærdaginn.
Stjórn sambandsins mætti galvösk í gær á Barnaspítala Hringsins og fengu gríðarlega góðar móttökur hjá starfsfólki spítalans, foreldrunum og að sjálfsögðu hjá börnunum sjálfum.
Var um hreint frábæra stund að ræða þar sem allir skemmtu sér konunglega og leyfðu listagyðjunni að njóta sín, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lukkaðist þessi dagur einsog allra best verður á kosið og má með sanni segja að þarna hafi ríkt sannur jóla andi. Þó margir hafi lagt sitt lóð á vogaskálarnar, þá á Ingibjörg Helga sérstakt hrós skilið fyrir hreint framúrskarandi undirbúning og skipulagningu.
Fjölmörg fyrirtæki lögðu líka sitt af mörkum einsog:
Bernhöftsbakarí gaf piparkökur, Ekran gaf allt efni í heita kakóið, MS gaf mjólk, Emmesís gaf íspinna, Nói Síríus gaf nammi og Ikea gaf börnunum svuntur.Vonum við svo sannarlega að um árvissan atburð verði að ræða.
, sagði Sigurður Már Guðjónsson að lokum.
Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Már og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann