Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kol Restaurant er nýr veitingastaður við Skólavörðustíg

Kol restaurant er staðsett við Skólavörðustíg 40.
Framkvæmdir í fullum gangi – Mynd tekin í sumar 2013.
Þetta verður svona „casual fine dining“ veitingastaður en við ætlum einnig að hafa hann svona stemningsstað því við erum líka með stóran bar
, segir Óli Már Ólason í samtali við Fréttablaðið, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski.
Við viljum gjarnan nýta hesthúsið sem er í bakgarðinum.
Í bakgarðinum stendur elsta hesthús Reykjavíkur og er stefnt að því að nýta það sem hluta af staðnum.
Húsafriðunarnefnd berst nú fyrir því að það verði ekki rifið en við viljum tengja það veitingastaðnum
, bætir Óli við.
Þeir hafa fengið til sín fagmenn til að sjá um matreiðsluna. Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson sjá um eldamennskuna en þeir hafa báðir starfað erlendis eins og á Dabbouf, 2850 og Texture í London. Þess má geta að á staðnum er einstakur viðarkolaofn sem mun töfra fram ljúft og seiðandi bragð.
Í salnum mun Gunnar Rafn Heiðarsson galdra fram sérstaklega vandaða kokteila þar sem öll síróp og safar eru heimagerð en áður starfaði hann sem veitingastjóri á Sjávarkjallaranum og Slippbarnum.
Hönnun staðarins er í höndum Leifs Weldings og Brynhildar Gunnarsdóttur arkitekts. Staðurinn tekur um hundrað manns í sæti en þeim gæti þó fjölgað ef hesthúsið verður hluti af staðnum. Kol Restaurant við Skólavörðustíg verður opnað í byrjun janúar, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd frá því í sumar: Skjáskot af google korti.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





