Markaðurinn
Karl K. Karlsson flytur höfuðstöðvar sínar að Nýbýlavegi 4
Við hjá Karli K. Karlssyni ehf höfum flutt höfuðstöðvar okkar að Nýbýlavegi 4, í Kópavogi (gamla Toyotahúsið). Þar höfum við fundið okkur bjartan og skemmtilegan stað fyrir skrifstofu okkar sem hefur einnig þann kost að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum breytingum erum við m.a. að auka hagkvæmni í rekstri og þ.a.l. þjónustu við viðskiptavini okkar.
Samhliða þessum breytingum höfum við einnig flutt vöruhús okkar á Vöruhótel Samskipa en áfram sjáum við þó sjálf um útkeyrslu á vörum okkar að stærstum hluta. Það er okkar mat og von að þú kæri viðskiptavinur finnir ekki fyrir neinni breytingu í okkar þjónustu nema hvað að pantanir verða í flestum tilfellum að berast okkur með dags fyrirvara sem er sá háttur sem mörg önnur fyrirtæki notast við.
Við starfsfólk Karls K. Karlssonar erum öll að venjast nýrri staðsetningu og þ.a.l. nýjum verkferlum með tilkomu þessu breytta vöruhúsakerfi og óskum við eftir skilning viðskiptavina okkar á meðan svo er. Þó viljum við endilega heyra frá þér ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara.
Þér er auðvitað velkomið að kíkja á okkur þegar þú vilt og þiggja hjá okkur LavAzza kaffisopa og skoða okkar nýju húsakynni hvenær sem er.
Með kveðju,
Starfsfólk Karls. K. Karlssonar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille







