Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800.
Áður var veitingastaðurinn Aldin í gamla Stiftamtmannshúsinu en sá staður opnaði í maí 2012 og þar á undan Happ sem opnaði meðal annars Happ barinn á Höfðatorgi í október s.l. Fyrir þessa „gömlu“ þá var tísku-, og hljómplötuverslunin Karnabær til húsa að Austurstræti 22.
Það er veitingamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er meðal þeirra á bakvið þennan veitingastað sem verður Íslenskt brasserí, en Þórir hefur verið aðalræðismaður Íslands í Prag í Tékklandi til margra ára og rak þar vinsælan veitingastað sem hét Reykjavík, en nú er veitingastaðurinn Fridays þar staðsettur.
Mynd: Skjáskot úr google korti.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






