Keppni
Jon Arvid sigraði Evrópumót Vínþjóna
Þá er þessari keppni lokið og var það vinur okkar svíinn Jon Arvid sem sigraði Evrópumót Vínþjóna sem haldin var nú um helgina á San Remo á Ítalíu. Hann háði harða keppni við frakkann David Biraud og hina rúmensku Iuila Scavo. Allir keppendur fóru á kostum á sviðinu í Casino-inu í San Remo þar sem keppendur byrjuðu á kampavíns serveringu, umhellingu á magnum rauðvíni, blindsmakka fjögur léttvín og staðfestingu á sex sterkum vínum, leiðréttingu á vínlista og finna út markaðsverð á eftirfarandi vínum, Petrus 1989, Penfolds Grange 1994 og Harlan Estate 2001.
Nú skal haldið til Nice í smá afslöppun og látum svo myndirnar tala um rest:
- Monte Carlo
- Mat- og vínseðill í Galadinner Monte Carlo
- Lunch í Monte Carlo
- Keppendur í úrslitum
- Kampavín og ostrur, gerist ekki betra
- Í galadinner SanRemo
- Tolli og
- Fordrykkir í Gala SanRemo
- Death by Chocolate@ Casino SanRemo Galadinner
- Arvid
- Arvid fagnar hér sigrinum
- Antipasto
- Heimsmeistarinn Marcus del Monego lét sér ekkert um það að hella víni við borðið okkar
Tolli fréttaritari veitingageirans skrifar frá Ítalíu.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?