Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð á Kleifaberginu RE | „…fyrsta fiskiskip sem veiðir botnfisk yfir 11.000 tonn“
Ómar Björn Skarphéðinsson kokkur á Kleifaberginu sló upp heljarinnar jólahlaðborði um borð um síðustu helgi.
Þar var boðið upp á:
Grafinn lax með ristuðu brauði og sinnepssósu, grafið naut, söltuð og reykt nautatunga, tvíreykt hrefna, kalkúnabringur með ávaxtafyllingu og purusteik ásamt meðlæti ásamt riz ala mande í eftirrétt.
Voru allir sáttir með matinn hjá meistarakokkinum.
Til gamans má segja frá að Kleifabergið er á leiðinni í land úr síðustu veiðiferð ársins og er þar með fyrsta fiskiskip sem veiðir botnfisk sem fer yfir 11.000 tonn á ári frá upphafi. Glæsilegt hjá þeim.
Myndir : Ottó Harðarson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille












