Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jamie Oliver opnar á Hótel Borg
Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „ Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í Apríl/Maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Jamie´s Italian staðirnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun.
Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á íslandi segir m.a:
„Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum“
Í tilkynningu er haft eftir Jamie Oliver:
„Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands segir Jamie Oliver – Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður.
Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi“
Í fréttatilkynningu segir að Jamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni.
Myndir: aðsendar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa