Sverrir Halldórsson
Íslenskir handsmíðaðir eldhúshnífar
Fyrirtækið er staðsett í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og er rekið af hjónunum Páli Kristjánssyni og Soffíu Sigurðardóttir.
Fyrstu árin voru þau aðallega í að gera dálka með mismunandi sköftum úr margskonar við og einnig voru þau að setja, horn, tennur og fleira hart úr nátturunni á skaftið á hnífunum.
Nú nýlega bættu þau við að gera eldhúshnífa og eru handföngin úr við og tönn í mörgum útfærslum, einnig er blaðið sjálft skrautlegt eftir því hvernig stálið hefur verið barið saman og setur það skemmtilegan svip á hnífsblaðið.
Úlli Finnbjörnsson hafði samband við mig og dró mig upp í Moso til að kíkja á þessa hnífa, ég tók um nokkra og merkilegt en það var eins og þeir væru sniðnir fyrir lófann svo vel lá skaftið, þyngdarpunkturinn er ofarlega á hnífnum þannig að það er þægilegt að beita honum.
Öll smíðin er fagmannlega gerð og er kominn þarna hnífur til að gefa, eða nota í fyrirskurði og einnig væri sómi í því að KM gæfi íslenskan hníf í verðlaun í keppnum, en hægt er að grafa á hnífsblaðið með laser.
Ég mæli hiklaust með þessum hnífum, það er hægt að skoða þá í versluninni Brynju á Laugaveginum og á www.knifemaker.is
Vonandi verður góður gangur í þessari hnífagerð því við fagmenn ættum að vera stoltir af að nota þá.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










