Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslensk stjórnun á árlegum hátíðarkvöldverði í Rogaland í Noregi – Vídeó
Confrérie de la Chaîne des Rôtisseurs veislan var haldin 16. mars á Radisson Blue Royal hótel í Stavanger, en fyrr um daginn hafði farið fram „Jeunes Chef Rôtisseur“ keppnin og fór verðlaunaafhendingin fram í veislunni. En að veislunni, maturinn var á ábyrgð yfirmatreiðslumeistara hússins honum Daníel Sigurgeirsyni og voru 5 aðrir íslenskir kokkar að aðstoða hann og hans team í þessari veislu og hér koma nöfn þeirra:
- Daníel Sigurgeirsson, yfirkokkur
- Magnus Jirayut Andrèsson, aðstoðaryfirkokkur
- Krisztiàn Istvan Nagy, matreiðslumaður í veislueldhúsi
- Jón Smári Tómasson, aðstoðarmaður í eldhúsi
- Raj Puviraj Veluppillai, aðstoðarmaður í eldhúsi
- Jon Arnøy Rygg, matreiðslunemi
Aðrir kokkar
- Jònmundur Gudmundsson, aðstoðaryfirkokkur á Wilberg, Statoil Kantine í Forus í Noregi
- Pètur Brynjar Sigurdsson, matreiðslumaður í veislueldhúsi á Skagen Sjøhus í Stavanger í Noregi
- Egill Logi Hilmarsson, aðstoðaryfirkokkur áRadisson Blu Atlantic Hótelinu í Stavanger í Noregi
Matseðill kvöldsins var eftirfarandi:
Kanapeer
Canapé var framreitt í litlum glerílátum og stökkt loftmikið kex sett í léttar brauðkörfur og látið hanga niður úr stórri helíum blöðru og var þar af leiðandi færanleg. Tveir kokkar voru að servera og transera við borð i salnum og annar þeirra bar fram Nauta tataky af Angus nautakyni sem fèkk 40 daga verkun með sultuðum engifer, wasabi og soya og hinn bar fram Sterling lúðu sasimi og ferskum norskum eplasafa og fleiri töfrabrögðum. Vín: Bonnet Lanuois Champagne
Røykt sjøkreps og blåskjell
Reyktur kræklingur og grillaður leturhumar með íslenskri söl, rúgbrauði ásamt beurre blanc & sultuðu fennel Islandsk sjøgress, rugbrød smuler og beurre blanc med fenikkel confit Vín: Chablis 1er Cru Montmains
Artisjokksuppe
Kremuð Jarðskokka sùpa með ferskum shitake sveppum, skömmtuð við borðið ásamt grilluðu norsku „pinnebrød“ Shitake sopp og pinnebrød stekt over åpen grill med smak av muskat Vín: Georg Breuer Sauvage, Riesling
Krydret sorbet av tomat, fra Finnøy
Kryddað tómat ískrap með tómötum frá Finnøy
Lettrøkt og kullgrillet lammecarrè
Léttreyktur og kolagrillaður lambahryggur með kartöfluterrine, brenndu selleryrótarmauki, sultuðum rauðum perlulauk, tamarind & döðlumauki ásamt djúpsteiktri svartròt og kálfadjús lie Potetterrine, brent sellerirotpurè, syltet rød perleløk, dadler og tamarind samt demi glace av kalv, frityrstekt svart rot Vín: Terrazas Malbec Reserva
Geitost mousse
Geitaosta mousse með rauðbeðu og hindberja mauki, kryddbrauði & rauðbeðu carpaccio ásamt heslihnetu vinaigrette Rødbete- og bringebærpure, krydderbrød og hasselnøttdressing Vín: Grahams 20Y Old Tawny
Isfjell og lava
Eldfjall og ís, karamellu súkkulaði mousse toppar með vanilluparfait, svörtu hrauni (crunch) „dulce de leche“ karamellu kremi, mango og ástaraldinn sósu og hrímköldu vanillu iskremi (- 200 gràður), serverað i sal fyrir framan gestinn. Karamell og vaniljeparfait med marengs og svart lava, krem dulce de leche og mango- pasjonssaus Vín: Royal Tokaij Aszu 5 Putt
Avec Johannes Malling, Cognac Grande Champagne
Mikil ánægja var með veisluna hjá gestum og blómstruðu íslensku kokkarnir í henni, enda vanir menn á ferð. Hér að neðan er hægt að sjá vídeó frá keyrslunni þetta kvöld:
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir






