Vertu memm

Markaðurinn

Instagram er góð leið til að ná til íslenskra neytenda | Instagram er næst vinsælasti samfélagsmiðill Íslendinga

Birting:

þann

Kellogg's Special K -Instragram - Leikur - Kringlan

Kelloggs fyrirtækið góðkunna greip um helgina til óvenjulegs ráðs til að kynna breytingu sem búið er að gera á uppskriftinni að Special K morgunkorninu. Fyrirtækið nýtti sér mátt samfélagsmiðlanna og opnaði sérstaka pop-up verslun, Instashop, í Kringlunni þar sem gestir og gangandi gátu greitt fyrir morgunkorn með Instagram-mynd.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi óvenjulega leið er farin við markaðssetningu hér á landi, en Kelloggs stóð fyrir samskonar viðburði í Svíþjóð í sumar.
Instashop virkaði þannig að fólk smellti af sér mynd þar sem það hélt á stórum kassa af Special K og birti hana á Instagram með merkingunni #nyttspecialk. Í staðinn fékk það kassa af morgunkorninu. Uppátækið mæltist vel fyrir og fjölmargir komu við í Instabúðinni.

Kellogg's Special K -Instragram - Leikur - Kringlan

Special K á marga aðdáendur hér á landi, en það er næstvinsælasta morgunkornið á borðum landsmanna. Það var því vel við hæfi að kynna breytinguna á Instagram, en könnun sem gerð var af vefmarkaðsstofunni Hálendið fyrir Kelloggs sýndi að Instagram er næstvinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi, að því er fram kemur í fréttailkynningu.

Helstu niðurstöður könnunar um samfélagsmiðlanotkun Íslendinga

Í nýrri könnun sem vefmarkaðsstofan Hálendið gerði fyrir matvælaframleiðandann Kelloggs kemur í ljós að Instagram er næst vinsælasti samfélagsmiðill Íslendinga. Hátt í 400 manns svöruðu könnuninni.

Facebook trónir sem fyrr á toppnum. Twitter, samskiptamiðill sem byggir á stuttum textaskilaboðum og hefur náð miklum vinsældum víða um heim, virðist ekki hafa slegið jafn duglega í gegn hér á landi.

Kelloggs_InstagramSamfélagsmiðlar sem gera notendum kleift að deila ljósmyndum og myndböndum virðast höfða vel til Íslendinga.

  • 39% aðspurðra í könnuninni sögðust opna Instagram að minnsta kosta einu sinni á dag.
  • En á móti voru aðeins 20% sem opna Twitter
  • og aðeins 9% sem opna Linkedin.
  • Í könnuninni kemur einnig fram að Snapchat nýtur mjög vaxandi vinsælda. (28% aðspurðra var með forritið í símanum sínum)

Kelloggs InstagramÍ könnuninni var einnig spurt um viðhorf fólks til ýmissa samskiptamiðla

  • 81% sögðu að Facebook og Instagram væri góð leið til að miðla eigin lífi.
  • 82% sögðu að notkun þessara tveggja samskiptamiðla skapi aukna nánd í samskiptum við vini og ættingja.
  • 77% sögðu þá vera góða leið til að mynda ný tengsl
  • 94% sögðu þá nýtast við að viðhalda tengslum.
  • 35% segja þessa tvo samskiptamiðla vera hentugt hjálpartæki í makaleit.

 

Myndir: Aðsendar

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið