Markaðurinn
Innnes kaupir Sælkerann

Jóhannes Þór Ævarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Sælkerans og Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes.
Innnes ehf. hefur fest kaup á innflutningsfyrirtækinu Sælkeranum ehf. Sælkerinn hefur verið starfræktur frá árinu 2006 og sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á hágæða matvöru fyrir veitingahús og smásöluaðila.
Meðal þekktra vörumerkja hjá Sælkeranum má nefna sushi vörur frá Enso, tælensku vörulínuna frá deSiam, edik frá Meyer´s Madhus, olíur frá Lehnsgaard auk eigin vörulínu undir merkjum Sælkerafisk.
Sælkerinn sérhæfir sig einnig í innflutningi á ýmsum tegundum af fisk og kjötvöru og má þar nefna vöruflokka eins og túnfisk, hörpuskel, parmaskinku, serrano skinku o.fl.
Sælkerinn verður rekinn í óbreyttri mynd fram að áramótum, en stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna frá og með 1. janúar 2014.
Á meðal þekktustu vörumerkja Innnes eru Gevalia kaffi, Hunt‘s tómatvörur, Filippo Berio ólífuolía, Oscar kraftar og súpur, Tilda hrísgjrón, Durkee krydd, Tabasco kryddsósur, Mission tortillur, Salomon pinnamatur, Cadbury, Extra tyggjó, Toblerone, Daim og Milka súkkulaði.
Innnes er auk þess leiðandi í innflutningi á brauði og kökum, kjúklingi og kjúklingaafurðurm, hveiti, olíum, túnfisk og grænmeti bæði ferskt og frosið.
Eru þessum kaupum ætlað að styrkja fyrirtækin bæði hvað varðar vöruúrval og þjónustu til viðskiptavina.
Framkvæmdastjóri og eigandi Sælkerans, Jóhannes Þór Ævarsson, mun stýra rekstri Sælkerans áfram og verður auk þess starfsmaður Innnes eftir sameiningu.
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






