Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hamborgarabúlla opnuð í Berlín
Við erum að fara að opna í Berlín í apríl
, segir Kristín Gunnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar í samtali við Fréttablaðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Búllan opnar útibú utan landsteinanna.
Við erum nú þegar búin að opna tvær Búllur í London og það hefur gengið vonum framar
, segir Hildur en Bretarnir virðast kunna vel við Búlluborgarann ef marka má gagnrýni á TripAdvisor. Þar fær hamborgarastaðurinn fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.
Þetta er ofboðslega falleg Búlla, staðurinn er tilbúinn en við erum bara að stíga seinustu skrefin varðandi leyfi og slíkt
, segir Hildur sem vill meina að gæði borgarans muni ekki skerðast.
Við viljum halda sömu stemningu og er á staðnum hérna heima
, segir Hildur og bætir við að hugmyndin á bak við Hamborgarabúlluna sé ekki að hún sé formlegur veitingastaður.
Þetta er meira eins og vinir séu að bjóða í grill
, segir Hildur og útilokar ekki að Hamborgarabúllan muni opna fleiri staði í öðrum löndum í framtíðinni.
Við erum bara að byrja, það þarf að sinna hverju barni fyrir sig þegar það er að fæðast.
Greint frá í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: burgerjoint.de
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






