Keppni
Hafdís og Matthías sigruðu Rúllupylsukeppni Íslands

Vinningshafar
Þorgrímur E. Guðbjartsson, Sverrir Kristjánsson (frá Gott í gogginn, Reykjanesbæ), Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir frá Húsavík á Ströndum
Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn, en hugmyndin að keppninni kviknaði á Salone del Gusto í Torino. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food matarhátíðinni þar. Í anda Slow-Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum matarhefðum.
Þátttaka var viðunandi m.t.t. að ekki tóku allir keppnina alvarlega og héldu að þetta væri bara enn ein vitleysan sem Höllu og Þorgrími dytti í hug, segir á vef dalir.is. Rúllupylsur bárust í keppnina af Ströndum, Reykhólasveit, Dölum og Suðurnesjum. Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla virkilega á óvart og verður nú vart aftur snúið að halda keppnina aftur að ári.

Dómarar að störfum
Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmaður og Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food Reykjavík
Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson formaður Slow-Food samtakanna á Íslandi og Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmeistari í Borgarnesi. Eftir mikla yfirlegu og mikið smakk var niðurstaðan sú að sigurvegarar keppninnar væru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum fyrir léttreykta rúllupylsu. Hafdís og Matthías tóku einnig önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk síðan rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.
Rúllupylsukeppni var algjörlega frábær og hjónin sem unnu eru alveg einstök í heimakjötvinnslu, öll vinnan, öll hugsun er til fyrirmyndar, algjörlega. Ég var búin að heyra um þau áður, en það sannreyndist þarna í Króksfjarðarnesi
, sagði Dominique einn af dómurunum í samtali við freisting.is.
Í lokin fengu allir gestir að smakka á rúllupylsunum. Og hafði hver og einn sína skoðun á því hvaða rúllupylsa væri best, enda smekkur fólks mismunandi.
Myndir: Aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






