Keppni
Guðmundur og Agnar í beinni útsendingu
Guðmundur Sigtryggson framreiðslumaður og Agnar Fjeldsted eru á fullum undirbúningi fyrir heimsmeistaramót Barþjóna IBA og óáfengri kokteilkeppni. Samhliða keppnunum er IBA ráðstefna, en hún hefst á morgun 16. ágúst og stendur yfir til 22. ágúst næstkomandi á Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi.
Guðmundur keppir í flokki drykkja sem kallast Sparkling Cocktails og fer hans keppni fram á þriðjudaginn 20. ágúst. Agnar Fjeldsted kemur til með keppa í óáfengri kokteilkeppni sem haldin er á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis þann 17. ágúst og verða þeir drykkir að innihalda mjög lítið magn af kaloríum.
Keppnirnar verða sýndar í beinni útsendingu sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með.
Mynd: prague.hilton.com
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






