Keppni
Guðmundur keppir á heimsmeistaramóti Barþjóna í Tékklandi

Guðmundur fagnar hér sigrinum á Íslandsmeistaramóti barþjóna sem haldin var á Hótel Sögu í Súlnasalnum í apríl s.l.
Guðmundur Sigtryggson framreiðslumaður á Hilton Reykjavík Nordica og núverandi íslandsmeistari í kokteil mun keppa sem fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti Barþjóna IBA. Heimsmeistaramótið verður haldið 16. – 22. ágúst næstkomandi á Hilton Prague hotel í Prag Tékklandi.
Guðmundur keppir í flokki drykkja sem kallast Sparking Cocktails og fer hans keppni fram þriðjudaginn 20 ágúst.
Barþjónaklúbbur Íslands er aðili að International Bartenders Association og sendir fulltrúa á mótin árlega. Um 60 þjóðir taka þátt árlega.
Alls fara sjö manns frá Íslandi út vegna þessa, en þeir eru
– Guðmundur Sigtryggsson keppandi ásamt maka.
– Tómas Kristjánsson forseti BCI og maki.
– Margrét Gunnarsdóttir varaforseti BCI og maki.
– Agnar Fjeldsted stjórnarmaður.
Agnar mun einnig keppa í sérstakri óáfengri kokteilkeppni sem er haldin á vegum Mattoni sódavatnsfyrirtækis þann 17. ágúst og verða þeir drykkir að innihald mjög lítið magn af kaloríum.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja fréttir, birta myndir af ferðinni, keppnunum ofl., fylgist vel með.
Myndina tók Tolli.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir





