Kristinn Frímann Jakobsson
Glæsileg veisla hjá matarklúbbi á Akureyri
Við höldum áfram að fylgjast með matarklúbbnum frá Akureyri, en við fjölluðum um matarklúbbinn þegar pörin hittust ásamt börnum og héldu veislu í Hrísey. Í þetta skiptið voru það matgæðingarnir Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason sem buðu matarklúbbnum heim til sín í glæsilega veislu.
- Vilborg Sigurðardóttir afgreiðir hér grálúðukinnarnar
- Arnar Tryggvason kryddar hér með miklum tilþrifum
Matseðill kvöldsins var:

Smakk:
Tapassnitta með rifsberjachillimauki, brieosti og rósmarín
Grafið hreindýr með bragðmikilli ediksósu

Aðalréttur:
Kálfafille marinerað á 2 vegu, annars vegar basilíku og hins vegar rósmarín með hasselback kartöflum, fersku salati, blómkálsstöppu og púrtvínssósu

Já sæll, þessi eftirréttur öskrar á mann að vera borðaður
Eftirréttur:
Marengsbaka með dökku súkkulaði og heimatilbúnu konfekti
Mmmmmm…. girnilegur matseðill, en eftir síðustu umfjöllun okkar um matarklúbbinn þá komu fjölmargar fyrirspurnir um að komast í matarklúbbinn og vilja pörin koma því á framfæri að því miður er ekki hægt að bæta við fólki í hann að svo stöddu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?