Kristinn Frímann Jakobsson
Glæsileg veisla hjá matarklúbbi á Akureyri
Við höldum áfram að fylgjast með matarklúbbnum frá Akureyri, en við fjölluðum um matarklúbbinn þegar pörin hittust ásamt börnum og héldu veislu í Hrísey. Í þetta skiptið voru það matgæðingarnir Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason sem buðu matarklúbbnum heim til sín í glæsilega veislu.
- Vilborg Sigurðardóttir afgreiðir hér grálúðukinnarnar
- Arnar Tryggvason kryddar hér með miklum tilþrifum
Matseðill kvöldsins var:

Smakk:
Tapassnitta með rifsberjachillimauki, brieosti og rósmarín
Grafið hreindýr með bragðmikilli ediksósu

Aðalréttur:
Kálfafille marinerað á 2 vegu, annars vegar basilíku og hins vegar rósmarín með hasselback kartöflum, fersku salati, blómkálsstöppu og púrtvínssósu

Já sæll, þessi eftirréttur öskrar á mann að vera borðaður
Eftirréttur:
Marengsbaka með dökku súkkulaði og heimatilbúnu konfekti
Mmmmmm…. girnilegur matseðill, en eftir síðustu umfjöllun okkar um matarklúbbinn þá komu fjölmargar fyrirspurnir um að komast í matarklúbbinn og vilja pörin koma því á framfæri að því miður er ekki hægt að bæta við fólki í hann að svo stöddu.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn



















