Axel Þorsteinsson
Flott kvöld á dönskum dögum á VOX
Í seinasta mánuði stóðu yfir New York dagar í samstarfi við Icelandair á VOX restaurant og þá komu gesta kokkarnir Michael Aeyal Ginor og Douglas Rodiquez til landsins og tóku New york með sér.
Nú er komið að dananum Jakob Mielcke að spreyta sig, þetta er ekki fyrsta skiptið sem Jakob kemur til íslands, hann sló í gegn fyrst árið 2012 þegar hann tók þátt í Food & Fun hátíðinni hér á landi og hefur síðan þá verið mikilvægur hlekkur í að kynna íslenskt hráefni í danmörku.
Ég nota og býð eingöngu upp á Saltverk salt frá Íslandi á veitingastaðnum mínum og fæ oft fleiri kíló af ferskum fiski beint frá Íslandi til að notast við
, segir Jakob í samtali við fréttamann.
Dönsku dagarnir standa yfir fram á sunnudag þar sem Jakob mun standa fremstur og sýna allt það besta sem Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða.
Kvöldið byrjaði á tveimur forréttum frá Vox:
Flott byrjun
- Hörpuskel með núðlum og chilli miso soði
- Hörpuskel með núðlum og chilli miso soði
- Hörpuskel með núðlum og chilli miso soði
Aðeins í sterkari kantinum en mjög góð fyrir utan það
kunni að meta hreindýrið en vantaði eitthvað til að bíta í
- Annar réttur Bleikja, grænkál í áferðum, yusu sósa og söl af vestfjörðum
- Annar réttur Bleikja, grænkál í áferðum, yusu sósa og söl af vestfjörðum
- Annar réttur Bleikja, grænkál í áferðum, yusu sósa og söl af vestfjörðum
ég er mikill aðdáandi Yusu og sósan sló vel í gegn, bleikjan glæsilega elduð
Gæsin aðeins of seig og vantaði eitthvað crunch með, sem aðalréttur mætti hann vera stærri en annars mjög bragðgóður
Seljurótin skemmtileg en lítið fór fyrir hallsveppnum, eplin beint úr garðinum frá Jakob og hvítasúkkulaðið gott
Yfir heildina litið var þetta frábært kvöld og glæsileg þjónusta eins og alltaf þegar maður kemur á VOX. Skammtarnir hefðu mátt vera aðeins stærri en annars flott kvöld í boði VOX og Icelandair.
VOX menn hafa verið duglegir að lífga upp á matarmenningu hér á landi með allskonar gesta kokkum og ég vona að þeir haldi þessari snilld áfram.
Myndir: Hinrik
/Axel
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini

























