Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Falið leyndarmál í Kringlunni | Sælkeraverslun með hágæðavörur
Í Kringlunni á 1. hæð við hliðinni á Dressman er nú kominn vísir af alvöru sælkeraverslun í hluta af rými í hinni rótgrónu verslun Búsáhöld.
Eftir að hafa starfað sem ritstjóri Gestgjafans í 7 ár tók ég, ásamt manni mínum við versluninni árið 2011. Við höfðum strax í byrjun hug á að auka vöruúrval í átt að sælkeravörum samhliða sölu á hágæða búsáhöldum frá m.a. Le Creuset, Zwilling, De Bueyer, Green Pan o.fl.
, sagði Guðrún Hrund Sigurðardóttir í samtali við veitingageirinn.is.
Mikið úrval er af hágæðavörum, nautakjöt Beint frá Býli (ferskt og frosið) sem kemur frá Garðsbúinu í Eyjafjarðarsveit, lund, rib-eye, gúllas, hakk og hamborgara. Léttsaltaðir þorskhnakkar frá Bolungarvík leynast einnig í frystikistunni innan um ýmis konar villibráð að mestu innflutta þó. Sérinnflutt krydd frá Bart í Englandi, ýmsar olíur, sinnep, sultur og soð frá ýmsum vörumerkjum allt hágæðavörur.
- Konfektið og súkkulaðið frá Hafliða Ragnarssyni
- Stelpurnar frá Hafliða mættar með dýrðina
- Villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson með kynningu
- Steik og góð sósa með, klikkar ekki
Nicolas Vahé vörurnar fæst hjá þeim og síðast en ekki síst hinar frægu frönsku Labeyrie vörur, andabringur, foie gras o.fl. Súrdeigsbrauðin frá Sandholt er nýjasta viðbótin hjá þeim.
Reglulega eru kynningar á vörunum í gangi hjá okkur þar sem fólki gefst kostur á að smakka og fá uppkrift, hluta af þeim vörum sem við erum með til sölu, sem gefur búðinni persónulegt yfirbragð að mati viðskiptavina okkar.
, sagði Guðrún að lokum.
- Súkkulaðismakk! Omnom
- Brauð með sál | Súrdeigsbrauðin frá Sandholt
- Mikið úrval af hágæðavörum
- Einar og Sesselja, frá Garðsbúinu í Eyjafjarðarsveit
Myndir: Búsáhöld.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu














