Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
„Eldhúsið á Primo Ristorante bíður spennt eftir að við opnum í nóvember“ | Primo á feisið
Ítalski veitingastaðurinn við Grensásveg, Primo sem óðum er að taka á sig mynd, var að koma sér fyrir á hinum vinsæla samkiptavef facebook og fyrir þá sem áhuga hafa geta smellt hér og lækað síðuna þeirra.
Eigandi af Primo er Haukur Víðisson matreiðslumeistari, en hann ætlar skapa „kósí” ítalska matarupplifun í Reykjavík.
- „Ofninn er kominn í gang og við erum byrjuð að baka. Byrjar vel, þessi er hrikalega góð. Saltfiskspizza með ólífum á súrdeigs-heilhveitibotni.“
- „Við hjá Primo vinnum að því hörðum höndum að skapa „kósí” ítalska matarupplifun í Reykjavík“
- „Við heimsóttum Róm og sóttum okkur innblástur.“
- „Scaffale per libri = bókahilla“
Primo verður nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur og er staðurinn hugsaður sem mjög óformlegur ( casual ) og í ódýrari kantinum og tekur um 80 manns í sæti. Léttvín á vægu verði og maturinn að ítölskum hætti, eldhús með spennandi ítölskum réttum jafnt sem ítalskar eldbakaðar sælkerapizzur, en áætlað er að opna staðinn nú nóvember.
Myndir og myndatexti: af facebook síðu Primo
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025










