Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ekkert stress að elda fyrir Ramsay
Heimsókn hasarkokksins og sjónvarpsskelfisins Gordons Ramsay hefur ekki farið fram hjá mörgum síðustu daga. Ramsay er nú í Norðurá í Borgarfirði þar sem hann hyggst veiða í nokkra daga. Hann ku vera mikill áhugamaður um laxveiði.
Ramsay hefur einnig verið á ferð um höfuðborgina og fór út á lífið um helgina. Þá hefur hann væntanlega valdið matreiðslumeisturum bæjarins nokkru hugarangri er hann mætti til snæðings því sjónvarpskokkur er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um matargerð. Hann borðaði meðal annars á Dilli í Norræna húsinu.
„Það var ekkert stressandi að elda fyrir hann. Það eru allir svo slakir í „Mýrinni“, “ segir Gunnar Karl Gíslason, kokkur og eigandi veitingastaðarins Dills, sem fékk það verkefni að elda fyrir stjörnukokkinn kröfuharða, Gordon Ramsay, á dögunum.
Gunnar segist ekki vita betur en að Ramsay og félagar hafi verið ánægðir með matinn og upplifunina á staðnum. „Ég veit ekki betur. Það virtust allir lukkulegir. Hann þakkaði bara kærlega fyrir sig og tók í spaðann á mér áður en hann kvaddi.“
Spurður um það hvað Ramsay hafi pantað sér segist Gunnar Karl ekki gefa svoleiðis upplýsingar upp. „Við viljum nú sem minnst tala um þetta. Fólk getur komið hingað og borðað án þess að við séum að tjá okkur eitthvað sérstaklega um það.“, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: Skjáskot af frétt í Fréttablaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu





