Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ekkert stress að elda fyrir Ramsay
Heimsókn hasarkokksins og sjónvarpsskelfisins Gordons Ramsay hefur ekki farið fram hjá mörgum síðustu daga. Ramsay er nú í Norðurá í Borgarfirði þar sem hann hyggst veiða í nokkra daga. Hann ku vera mikill áhugamaður um laxveiði.
Ramsay hefur einnig verið á ferð um höfuðborgina og fór út á lífið um helgina. Þá hefur hann væntanlega valdið matreiðslumeisturum bæjarins nokkru hugarangri er hann mætti til snæðings því sjónvarpskokkur er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um matargerð. Hann borðaði meðal annars á Dilli í Norræna húsinu.
„Það var ekkert stressandi að elda fyrir hann. Það eru allir svo slakir í „Mýrinni“, “ segir Gunnar Karl Gíslason, kokkur og eigandi veitingastaðarins Dills, sem fékk það verkefni að elda fyrir stjörnukokkinn kröfuharða, Gordon Ramsay, á dögunum.
Gunnar segist ekki vita betur en að Ramsay og félagar hafi verið ánægðir með matinn og upplifunina á staðnum. „Ég veit ekki betur. Það virtust allir lukkulegir. Hann þakkaði bara kærlega fyrir sig og tók í spaðann á mér áður en hann kvaddi.“
Spurður um það hvað Ramsay hafi pantað sér segist Gunnar Karl ekki gefa svoleiðis upplýsingar upp. „Við viljum nú sem minnst tala um þetta. Fólk getur komið hingað og borðað án þess að við séum að tjá okkur eitthvað sérstaklega um það.“, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: Skjáskot af frétt í Fréttablaðinu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini





