Sverrir Halldórsson
Einar Geirsson reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir THW Kiel
IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð Gíslason.
Veisluna bar á góma í útsendingu Eurosport síðastliðinn miðvikudag þegar THW Kiel og FC Porto áttust við í meistaradeildinni. Alfreð Gíslason var um tíma ósáttur við spilamennsku leikmanna sinna, tók leikhlé og las yfir þeim. Við það tækifæri gantaðist íþróttafréttamaður Eurosport með að líklega fengju leikmennirnir enga sjávarréttaveislu með þessu áframhaldi. Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin enda sigraði THW Kiel leikinn örugglega 30:25, að því er fram kemur á samherji.is.
Myndir: samherji.is / Sascha Klahn.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






