Sverrir Halldórsson
Einar Geirsson reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir THW Kiel
IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð Gíslason.
Veisluna bar á góma í útsendingu Eurosport síðastliðinn miðvikudag þegar THW Kiel og FC Porto áttust við í meistaradeildinni. Alfreð Gíslason var um tíma ósáttur við spilamennsku leikmanna sinna, tók leikhlé og las yfir þeim. Við það tækifæri gantaðist íþróttafréttamaður Eurosport með að líklega fengju leikmennirnir enga sjávarréttaveislu með þessu áframhaldi. Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin enda sigraði THW Kiel leikinn örugglega 30:25, að því er fram kemur á samherji.is.
Myndir: samherji.is / Sascha Klahn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?