Smári Valtýr Sæbjörnsson
„ég hef aldrei hlaupið hálft maraþon áður“…
- Bjarni og Kristjana í 10 km maraþonhlaupinu 2012
- Bjarni og Kristjana fengu stólinn lánaðan í maraþonhlaupinu 2013 hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, og er hann sérhannaður útivistarstóll
- Bjarni Sigurðsson er matreiðslumeistari hjá Menu Veitingum í Reykjanesbæ
„Ég hef hlaupið 10 km áður bæði með stól og án, en hef aldrei hlaupið hálft maraþon áður“
Segir Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu Veitingum í Reykjanesbæ, en hann mun hlaupa hálft maraþon (21 km) með Kristjönu eiginkonu sinni í sérstökum sporthjólastól til styrktar FSMA á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst næstkomandi.
Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter, en Bjarni er í góðu formi og æfir t.a.m. stíft í Crossfit 4-5 sinnum í viku (competitors wod) á milli þess að hlaupa með Kristjönu.
Eiginkona Bjarna hún Kristjana Margrét Harðardóttir er með SMA III, en SMA er flokkað í 4 stig mis alvarlegt eftir stigum. Hún greindist aðeins 16 mánaða og hefur alltaf verið frekar sterk miðað við hennar stig. SMA er taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun, annars vegar þekktur sem SMA (Spinal Muscular Athropy). FSMA á Íslandi er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem einstalinga sem haldnir eru SMA, sem og aðstandenda þeirra.
Hægt er að fylgjast vel með Bjarna og Kristjönu á facebook síðu FSMA.Iceland.
Við hvetjum alla að styrkja gott málefni með því að smella hér.
Myndir: Aðsendar
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám








