Smári Valtýr Sæbjörnsson
„ég hef aldrei hlaupið hálft maraþon áður“…
- Bjarni og Kristjana í 10 km maraþonhlaupinu 2012
- Bjarni og Kristjana fengu stólinn lánaðan í maraþonhlaupinu 2013 hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, og er hann sérhannaður útivistarstóll
- Bjarni Sigurðsson er matreiðslumeistari hjá Menu Veitingum í Reykjanesbæ
„Ég hef hlaupið 10 km áður bæði með stól og án, en hef aldrei hlaupið hálft maraþon áður“
Segir Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu Veitingum í Reykjanesbæ, en hann mun hlaupa hálft maraþon (21 km) með Kristjönu eiginkonu sinni í sérstökum sporthjólastól til styrktar FSMA á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst næstkomandi.
Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter, en Bjarni er í góðu formi og æfir t.a.m. stíft í Crossfit 4-5 sinnum í viku (competitors wod) á milli þess að hlaupa með Kristjönu.
Eiginkona Bjarna hún Kristjana Margrét Harðardóttir er með SMA III, en SMA er flokkað í 4 stig mis alvarlegt eftir stigum. Hún greindist aðeins 16 mánaða og hefur alltaf verið frekar sterk miðað við hennar stig. SMA er taugasjúkdómur sem veldur vöðvarýrnun, annars vegar þekktur sem SMA (Spinal Muscular Athropy). FSMA á Íslandi er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem einstalinga sem haldnir eru SMA, sem og aðstandenda þeirra.
Hægt er að fylgjast vel með Bjarna og Kristjönu á facebook síðu FSMA.Iceland.
Við hvetjum alla að styrkja gott málefni með því að smella hér.
Myndir: Aðsendar
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu








