Frétt
Eftirminnilegasta máltíðin: Heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill
Á næstu vikum ætlar Veitingageirinn.is að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra.
Fyrstur í röðinni er Ágúst Már Garðarsson, en Ágúst er 37 ára gamall og starfar sem yfirmatreiðslumaður hjá Icelandair. Ágúst lærði fræðin sín á Hótel KEA á árunum 1995 til 1999 og hefur starfað á Lækjarbrekku, Restaurant Amalie Molde, Brasserie Sommelier, SaTT, Silfur, HaPP svo eitthvað sé nefnt.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Síðasta heimsókn á veitingastað er ávallt efst í huga, nú var það Coq au Vin í Orlando í síðustu viku sem er í eigu Raymond Pitz margverðlaunaðan Chef í USA.
Virkilega næs, gamaldags franskur ressi með klassík, og svakalegt Souffle í eftirrétt sem þurfti að panta fyrir matinn. Skemmtileg upplifun. Þar fékk ég líka brjálað Foie Gras terrine og Brioche.
Annars hafa heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill Restaurant verið mest eftirminnilegustu hér heima og þá sérstaklega grísasíða og humar sem ég fékk á Food and Fun 2010. Maturinn á Vox er líka alltaf frábær þegar ég fer þangað.
Mynd: aðsend
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






