Frétt
Eftirminnilegasta máltíðin: Heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill
Á næstu vikum ætlar Veitingageirinn.is að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra.
Fyrstur í röðinni er Ágúst Már Garðarsson, en Ágúst er 37 ára gamall og starfar sem yfirmatreiðslumaður hjá Icelandair. Ágúst lærði fræðin sín á Hótel KEA á árunum 1995 til 1999 og hefur starfað á Lækjarbrekku, Restaurant Amalie Molde, Brasserie Sommelier, SaTT, Silfur, HaPP svo eitthvað sé nefnt.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Síðasta heimsókn á veitingastað er ávallt efst í huga, nú var það Coq au Vin í Orlando í síðustu viku sem er í eigu Raymond Pitz margverðlaunaðan Chef í USA.
Virkilega næs, gamaldags franskur ressi með klassík, og svakalegt Souffle í eftirrétt sem þurfti að panta fyrir matinn. Skemmtileg upplifun. Þar fékk ég líka brjálað Foie Gras terrine og Brioche.
Annars hafa heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill Restaurant verið mest eftirminnilegustu hér heima og þá sérstaklega grísasíða og humar sem ég fékk á Food and Fun 2010. Maturinn á Vox er líka alltaf frábær þegar ég fer þangað.
Mynd: aðsend
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






