Frétt
Eftirminnilegasta máltíðin: Heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill
Á næstu vikum ætlar Veitingageirinn.is að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra.
Fyrstur í röðinni er Ágúst Már Garðarsson, en Ágúst er 37 ára gamall og starfar sem yfirmatreiðslumaður hjá Icelandair. Ágúst lærði fræðin sín á Hótel KEA á árunum 1995 til 1999 og hefur starfað á Lækjarbrekku, Restaurant Amalie Molde, Brasserie Sommelier, SaTT, Silfur, HaPP svo eitthvað sé nefnt.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Síðasta heimsókn á veitingastað er ávallt efst í huga, nú var það Coq au Vin í Orlando í síðustu viku sem er í eigu Raymond Pitz margverðlaunaðan Chef í USA.
Virkilega næs, gamaldags franskur ressi með klassík, og svakalegt Souffle í eftirrétt sem þurfti að panta fyrir matinn. Skemmtileg upplifun. Þar fékk ég líka brjálað Foie Gras terrine og Brioche.
Annars hafa heimsóknir mínar til Gunna Kalla á Dill Restaurant verið mest eftirminnilegustu hér heima og þá sérstaklega grísasíða og humar sem ég fékk á Food and Fun 2010. Maturinn á Vox er líka alltaf frábær þegar ég fer þangað.
Mynd: aðsend
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






