Sverrir Halldórsson
Dögurður á Metro
Nú nýlega hóf Metro að bjóða upp á dögurð á laugardögum og sunnudögum og fór ég um síðastliðna helgi og prófaði hann.
Boðið er upp á annars vegar breskan og hins vegar stóran og geta menn séð muninn með að fara inn á www.metroborgarinn.is, ég valdi þann breska og kemur hér lýsing á honum.
Á bakkanum er salat, eggjahræra, beikon, kartöflur, kokteilpylsur, bakaðar baunir, ristað brauð, melónur, amerísk pönnukaka og hlynsíróp.
Þetta smakkaðist alveg prýðilega, utan þess að beikonið var ekki girnilegt, á móti þá tókst Metro mönnum að gera alveg frábæra eggjahræru, hlutur sem dögurðurinn á stóru hótelunum virðist ekki megna að gera, heldur bjóða upp á eggjahlaup sem eggjahræru.
Í dessert fékk ég mér Jarðaberjaostaköku og var hún helst til stíf en alveg svakalega bragðgóð.
Metro til hamingju með þennan rétt og að vera fremri stóru hótelunum í að gera hrærð egg.
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni











