Sverrir Halldórsson
Café Retro er flutt á Grandann
Þau Hjónin Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon, hafa verið í Hamraborginni í Kópavogi með Café Retro þar til nú nýlega, að þau fluttu reksturinn vestur á Granda, nánar tiltekið í gamla Slysavarnarfélagshúsið.
Staðurinn tekur um 25 manns í sæti og svo er verönd fyrir utan með um 15 sæti, boðið er upp á heimabakaðar kökur, múffur, hjónabænds-sælu og Belgískar vöfflur, einnig er sjávarréttarsúpa og súpa dagsins á boðstólunum, fréttamaður fékk að smakka á súpu dagsins sem var engiferilmuð gulrótarmauksúpa og bragðaðist hún bara virkilega vel, svo komu Belgísk vaffla með súkkulaði, rabbabarasultu og þeyttum rjóma og var það algjört sælgæti.
Eigendurnir eru mjög jarðbundnir og eru að bíða eftir að fá meira pláss þannig að þau verði með alla hliðina sem snýr að höfninni, og verður gaman að fylgjast með, því það er alltaf að aukast afþreyingin sem er í boði á Grandanum, hvernig þeim reiðir af.
Við á Veitingageiranum óskum þess alls hins besta í framtíðinni.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu














